Ferðafélag
Íslands

Information

Skálar Ferðafélags Íslands og deilda FÍ eru á alls 41 stað víðs vegar um landið og hér getur þú bókað í þá 19 skála sem tilheyra FÍ.  Allir geta notað skálana.

Yfir sumartímann eru skálaverðir í flestum stærri skálum sem standa við fjölfarnar gönguleiðir.

Þeir sem eru með staðfesta gistipöntun ganga fyrir í skálum. Sé pláss, þá eru félagsmenn FÍ næstir í röðinni.

Skálarnir eru læstir yfir vetrartímann en hægt er að panta gistingu og nálgast lykla fyrir flesta skálana á skrifstofu FÍ.

Í stærstu skálunum er bæði rennandi vatn og vatnsklósett en í sumum þeim minni þarf að sækja vatn í nálæga læki og notast við kamar.

Hægt er að tjalda við flesta fjallaskála FÍ gegn gjaldi. Tjaldgestir þurfa að koma með eigin prímus og eldunaráhöld því þeir hafa ekki aðgang að eldunaraðstöðu skálanna. 

Daggestir þurfa að greiða aðstöðugjald þegar þeir dvelja á skálasvæðunum part úr degi og nýta sér aðstöðuna, svo sem nestisaðstöðu, grill og salerni.

Gott er að kynna sér aðgengi að skálunum hjá Vegagerðinni.

  1. Ef skálavörður er á staðnum skal byrja á því að hafa samband við hann
  2. Skálavörður raðar fólki í svefnpláss og fer yfir umgengnisreglur
  3. Farið er úr skóm í anddyri
    Taka þarf með sér rusl, ef enginn gæsla er í skálanum
  4. Dýrahald er ekki leyfilegt í skálum
    Ró skal vera komin á í skála á miðnætti og ríkja til kl. 7 að morgni
  5. Reykingar eru bannaðar í skálum
    Bæði skal þvo OG ganga frá áhöldum í eldhúsi
  6. Bæta skal í vatnspott á eldavél, þar sem við á
  7. Ef enginn skálavörður er í skálanum skal sópa og skúra öll gólf
  8. Ganga þarf frá skálanum eins og menn vilja sjálfir koma að honum
  9. Greiða þarf fyrir gistingu í öllum skálum Ferðafélags Íslands
  10. Til að tryggja skálapláss er betra að panta gistingu og greiða á skrifstofu félagsins

Hópabókanir í skála skal greiða í einu lagi. Áður en greiðsla fer fram þarf forsvarsmaður hópsins að framvísa nafnalista þar sem kennitölur félagsmanna koma fram ásamt fjölda barna, ef einhver eru í hópnum. Eftir greiðslu fær forsvarsmaður þjónustubeiðni til að framvísa í skála.

Við viljum ítreka mikilvægi þess að forsvarsmaður hóps kynni sér og upplýsi samferðafólk sitt um bókunarskilmála félagsins til að koma í veg fyrir misskilning síðar.

FÍ félagar njóta sérkjara á gistingu í skálum. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka ásamt börnum að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.  Börn, 6 ára og yngri, gista alltaf frítt með forráðamönnum sínum.

Almennt þá gilda eftirfarandi reglur um afslátt til félaga:

  1. 50% afsláttur af skálaplássi.
  2. Hámark fullorðinna á félagsverði er 2.
  3. Hámark barna á aldrinum 7-17 er 4.
  4. Félagar verða að sýna félagsskírteini við komu í skála.

Almennt:

  1. Afbókun 30 dögum eða meira fyrir dagsetningu: 85% endurgreiðsla gistigjalds.
  2. Afbókun 29-14 fyrir dagsetningu: 50% endurgreiðsla gistigjalds.
  3. Afbókun 13-7 fyrir dagsetningu: 25% endurgreiðsla gistigjalds.
  4. Afbókun innan við viku frá dagsetningu: Engin endurgreiðsla.
  5. Refunds are not given due to weather or other natural forces, delays or if the person does not show up.


Afbóka:

  1. Allar afpantanir eru meðhöndlaðar af starfsfólki FÍ til að tryggja góða þjónustu og réttar endurgreiðslur.
  2. Finndu tölvupóstinn sem þú fékkst þegar þú bókaðir og skráðu niður bókunarnúmerið.  Til að finna póstinn þá leitaðu að „Bókunarstaðfesting“ í tölvupóstinum, en þjónustur eins og Gmail senda oft slíka pósta í ruslmöppuna.
  3. Sendu póst á afbokanir@fi.is með nafni, ktl og bókunarnúmerinu. 
  4. Þú munt staðfestingarpóst um leið og við fáum afbókunarpóstinn frá þér og endurgreiðsla verður reiknuð frá dagsetningu þess pósts.
  5. Við verðum síðan í sambandi við þig aftur  þegar við höfum afgreitt endurgreiðsluna, sem við gerum eins fljótt og kostur er. 

Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.

Instructions

Cabins

Listi yfir skála Ferðafélags Íslands

Instructions

  1. Under dates you will see available accommodations.
  2. First select arrival date.
  3. Next select departure date.
  4. Then select number of guests in each age category.
  5. Maximum number of quests per booking is 6 .
  6. Maximum number of guests per age category is 4.
  7. Enter personal information for all guests.
  8. Click on Book to put the booking into your cart..
  9. If you want to book other cabins and pay all at once then first place this booking into your cart and then select a cabin from the booking cabin list, which you can also access on the next page. When you have added all cabins to your cart then you can proceed to payment. Note that unpaid bookings in the cart are reserved for 15 minutes, after which the booked accommodations can be booked by others.