Upplýsingar
Skálar Ferðafélags Íslands og deilda FÍ eru á alls 41 stað víðs vegar um landið og hér getur þú bókað í þá 19 skála sem tilheyra FÍ. Allir geta notað skálana.
Yfir sumartímann eru skálaverðir í flestum stærri skálum sem standa við fjölfarnar gönguleiðir.
Þeir sem eru með staðfesta gistipöntun ganga fyrir í skálum. Sé pláss, þá eru félagsmenn FÍ næstir í röðinni.
Skálarnir eru læstir yfir vetrartímann en hægt er að panta gistingu og nálgast lykla fyrir flesta skálana á skrifstofu FÍ.
Í stærstu skálunum er bæði rennandi vatn og vatnsklósett en í sumum þeim minni þarf að sækja vatn í nálæga læki og notast við kamar.
Hægt er að tjalda við flesta fjallaskála FÍ gegn gjaldi. Tjaldgestir þurfa að koma með eigin prímus og eldunaráhöld því þeir hafa ekki aðgang að eldunaraðstöðu skálanna.
Daggestir þurfa að greiða aðstöðugjald þegar þeir dvelja á skálasvæðunum part úr degi og nýta sér aðstöðuna, svo sem nestisaðstöðu, grill og salerni.
Gott er að kynna sér aðgengi að skálunum hjá Vegagerðinni.
Hópabókanir í skála skal greiða í einu lagi. Áður en greiðsla fer fram þarf forsvarsmaður hópsins að framvísa nafnalista þar sem kennitölur félagsmanna koma fram ásamt fjölda barna, ef einhver eru í hópnum. Eftir greiðslu fær forsvarsmaður þjónustubeiðni til að framvísa í skála.
Við viljum ítreka mikilvægi þess að forsvarsmaður hóps kynni sér og upplýsi samferðafólk sitt um bókunarskilmála félagsins til að koma í veg fyrir misskilning síðar.
FÍ félagar njóta sérkjara á gistingu í skálum. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka ásamt börnum að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns. Börn, 6 ára og yngri, gista alltaf frítt með forráðamönnum sínum.
Almennt þá gilda eftirfarandi reglur um afslátt til félaga:
Almennt:
Afbóka:
Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Leiðbeiningar