Ferðafélag
Íslands

Upplýsingar

  • Við flesta skála Ferðafélags Íslands er hægt að tjalda gegn gjaldi.
  • Tjaldgestir þurfa að hafa meðferðis allan viðlegubúnað.
  • Tjaldgestir hafa ekki aðgang að aðstöðu inni í skálum s.s. eldhúsi.
  • Tjaldgestir hafa aðgang að salernum, drykkjarvatni, útigrillum, útiborðum og bekkjum.
  • Bannað er að tjalda utan merktra tjaldsvæða innan Friðlands að Fjallabaki sem og öðrum skálasvæðum á gönguleiðinni um Laugaveg.

Tímabilið 1. maí 2025 til 31. desember 2025.

Almennt verð:

  • Tjaldgisting: kr. 3200 / gistinótt
  • Tjaldgisting í Norðurfirði: kr. 2600 / gistinótt
  • Aðstöðugjald¹ : kr. 700 / mann, kr 1100 / fjölskyldu
  • Sturtugjöld² : kr. 1000 / mann


FÍ félagaverð

  • Tjaldgisting: kr. 1600 / gistinótt
  • Tjaldgisting í Norðurfirði: kr. 1300 / gistinótt
  • Aðstöðugjald¹ : kr. 700 / mann; kr 1100 / fjölskyldu
  • Sturtugjöld² : kr. 1000 / mann

 

1. Aðstöðugjald er innifalið í gistigjaldi fyrir skála og tjöld en aðrir sem vilja nýta aðstöðu við skála Fí, svo sem klósett og grill, þurfa að greiða aðstöðugjald. Aðstöðugjald er notað til að halda svæðinu eins og best verður á kosið. 

2. Sturtugjöld eru ekki innifalin í skálagistingu né aðstöðugjaldi þar sem sumir skálar bjóða ekki uppá sturtur.

FÍ félagar njóta sérkjara á gistingu í skálum. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka ásamt börnum að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.  Börn, 6 ára og yngri, gista alltaf frítt með forráðamönnum sínum.

Almennt þá gilda eftirfarandi reglur um afslátt til félaga:

  1. 50% afsláttur.
  2. Hámark fullorðinna á félagsverði er 2.
  3. Hámark barna á aldrinum 7-17 er 4.
  4. Félagar verða alltaf að sýna félagsskírteini þegar bókað er á félagaverði.  FÍ áskilur sér rétt til að fella niður bókanir án endurgreiðslu sem gerðar eru á félagaverði ef gilt skírteini er ekki framvísað.

Almennt:

  1. Afbókun 30 dögum eða meira fyrir dagsetningu: 85% endurgreiðsla gistigjalds.
  2. Afbókun 29-14 fyrir dagsetningu: 50% endurgreiðsla gistigjalds.
  3. Afbókun 13-7 fyrir dagsetningu: 25% endurgreiðsla gistigjalds.
  4. Afbókun innan við viku frá dagsetningu: Engin endurgreiðsla.
  5. Ekki er endurgreitt vegna veðurs eða annarra náttúruafla, seinkunar eða ef viðkomandi mætir ekki á staðinn.


Afbóka:

  1. Allar afpantanir eru meðhöndlaðar af starfsfólki FÍ til að tryggja góða þjónustu og réttar endurgreiðslur.
  2. Finndu tölvupóstinn sem þú fékkst þegar þú bókaðir og skráðu niður bókunarnúmerið.  Til að finna póstinn þá leitaðu að „Bókunarstaðfesting“ í tölvupóstinum, en þjónustur eins og Gmail senda oft slíka pósta í ruslmöppuna.
  3. Sendu póst á afbokanir@fi.is með nafni, ktl og bókunarnúmerinu. 
  4. Þú munt staðfestingarpóst um leið og við fáum afbókunarpóstinn frá þér og endurgreiðsla verður reiknuð frá dagsetningu þess pósts.
  5. Við verðum síðan í sambandi við þig aftur  þegar við höfum afgreitt endurgreiðsluna, sem við gerum eins fljótt og kostur er. 

Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.

Leiðbeiningar

Tjaldsvæði

Listi yfir tjaldsvæði Ferðafélags Íslands

Leiðbeiningar

  1. Undir dagssetningum sérðu laus svefnpláss.
  2. Veldu fyrst komudag í skála.
  3. Veldu næst brottfarardag.
  4. Veldu síðan fjölda gesta í hverjum aldursflokki.
  5. Hámarksfjöldi gesta í hverri bókun er 6 og í hverjum flokk er 4.
  6. Hámarksfjöldi fullorðinna þegar FÍ félagi er valið er 2 (félagsmaður og maki). Í staðinn bætist við flokkur: Auka gestir – svo þú getir bókað fleiri fullorðna á almennu verði í sömu bókun.
  7. Fylltu út upplýsingar fyrir alla gesti.
  8. Smelltu á Bóka.
  9. Ef þú ætlar að bóka fleiri skála og greiða allt í einu, þá kláraðu þessa bókun.  Þessi bókun fer í körfuna þína og þú getur þá bætt við fleiri bókunum, en í körfunni er hlekkur á bókunarsíðu fyrir alla skála FÍ. Athugaðu að ógreiddar bókanir í körfu eru fráteknar í 15 mínútur, að þeim loknum fara svefnplássin aftur í sölu.